38 Ný skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir öll helstu náttúruverndarsamtök landsins* sýnir að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands nýtur mikils stuðnings meirihluta landsmanna. Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands?Helstu niðurstöður eru: 56% aðspurðra eru hlynntir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, 17,8% aðspurðra eru andvígir en 26,2% eru hvorki hlynntir né andvíg.

Að undanförnu hafa mörg hreindýr slasast og látið lífið í gömlum rafmagnsgirðingum og girðingaflækjum .  Hreindýr eru villt dýr í náttúru Íslands sem flestum finnst djásn í lífríki landsins.  Hreindýr og ýmis hjartardýr finnast í öllum nágrannalöndum okkar.  Þar hafa girðingamál verið leyst af virðingu við umhverfið.Hér að neðan eru nokkrir tenglar þar sem sýnt er hvernig má byggja girðingar með tilliti til villtra dýra og hagsmuna landeigenda. 

Um helgina fór stjórn NAUST til að kanna aðstæður á Mýrum. Girðingar við Flatey voru skoðaðar. Þær sem hafa helst orðið hreindýrum að fjörtjóni eru gamlar rafmagnsgirðingar sem ekkert gagn gera og hafa verið í niðurníðslu árum saman. Stjórnarmenn nutu aðstoðar tveggja reyndra hreindýraeftirlitsmanna á ferð sinni og fundust því miður 2 dauð hreindýr í landi Vatnajökulsþjóðgarðs við Heinaberg örstutt frá Flatey sem höfðu drepist vegna girðingarefnis. Þá fannst hreindýrskýr að dauða komin af hungri, vafinn í gamlan rafmagsgirðingarvír. Engin ráð voru önnur en að aflífa dýrið.

ViðhengiStærð
Hreindýr í rafmagnsvír.JPG145.42 KB
Kýr í rafmagnsborða við Flatey.JPG159.01 KB
Fórnarlamb girðinga.JPG164.41 KB
Flatey Hreindýrskýr.JPG119.2 KB

Árlegt Náttúrustofuþing verður haldið í Neskaupstað miðvikudaginn 26. október næstkomandi. Á dagskrá eru mörg og áhugaverð erindi. Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á vef Náttúrustofu Austurlands www.na.is

12 IMG_1982.jpgAð undanförnu hefur fjöldi hreindýra fests í girðingum, tarfar hafa fests saman á hornum í girðingaflækjum og jafnvel drepist vegna girðingadræsa sem skildar hafa verið eftir á víðavangi. Þetta ástand er óviðunandi.

NAUST skorar á bændur á Mýrum í Hornafirði, sem og aðra landeigendur og sveitarfélög á Suðaustur og Austurlandi að sýna ábyrgð og fjarlægja þá miklu hættu sem villtum dýrum og búfénaði stafar af gömlum girðingum og girðingarflækjum sem liggja á víðavangi.

19 Umhverfisthing 2011_auglysing.JPG

Vorráðstefna NAUST 4. júní síðastliðinn tókst með eindæmum vel. Alls voru tæplega 40 þátttakendur á ráðstefnunni sem er mjög við hæfi því samtökin eru einmitt 40 ára, stofnuð 13. september 1970. Erindin spönnuðu náttúruvernd sem mikilvægan þátt í öllu skipulagi, hvor sem verið er að skipuleggja landnýtingu í landbúnaði eða á grundvelli náttúruverndar. Alls staðar var undirliggjandi mikilvægi aðkomu félagasamtaka að skipulagsákvörðunum.

Ráðstefna NAUST, Djúpavogi 4. júní 2011: Ályktanir

Um jákvæða þróun á Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs
Ráðstefna NAUST, haldin á Djúpavogi 4. júní 2011, fagnar þeirri jákvæðu þróun sem orðið hefur á Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir atbeina svæðisráðs þjóðgarðsins, sveitarstjórnar Hornafjarðar sem og landeigenda sem gengið hafa til samstarfs við þjóðgarðinn. Mikilvægt er að slíkri þróun sé fylgt eftir með fjárframlögum til að tryggja náttúruvernd og aðgerðir til að bregðast við vaxandi straumi ferðamanna.

Um stækkun Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Bláklukkan 2011 heiðursviðurkenning Náttúruverndarsamtaka Austurlands var á laugardaginn veitt Hálfdáni Björnssyni frá Kvískerjum við hátíðlega athöfn á Djúpavogi. Hálfdán hlýtur Bláklukkuna fyrir ómetanleg störf í þágu náttúruvísinda og náttúruverndar á Austurlandi. Það eru ekki hvað síst rannsóknir Hálfdáns á fuglum og skordýrum sem hafa sett hann í röð okkar færustu fræðimanna.20 Hálfdán hlýtur Bláklukkuna 2011.JPG

RSS molar
Syndicate content