Laugardaginn 17. mars nk. verður haldinn á Egilsstöðum ráðstefna  á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs umVeiðar á víðernum norðan Vatnajökul 39 Veiðráðstefna.JPG

Miðvikudaginn 14. mars, á 85 ára afmæli Hálfdáns Björnssonar frá Kvískerjum, heiðursfélaga NAUST var haldinn afar áhugaverð ráðstefna á Smyrlabjörgum þar sem kynnt voru verkefni sem hafa verið styrkt af Kvískerjasjóð. Meðal þeirra rannsókna sem voru kynntar voru: 

Umhverfisráðuneytið óskar eftir athugasemdum við drög að frumvarpi sem ætlað er að breyta lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í frumvarpinu er fjallað um hvernig staðið skuli að nýtingu hlunninda, bæði veiða og eggjatöku.sjá http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2028 Frestur til að skila inn athugasemdum/ umsögn er til 24. febrúar nk.

 Náttúruverndarsamtök gerðu síðastliðið haust sameiginlega umsögn um Rammaáætlun vatnsafls- og jarðvarmavirkjana. Umsögninni var skilað til iðnaðar- og umhverfisráðherra í nóvember 2011.Umsögnina er hægt að lesa hér

Kynningarfundur um umsögn þrettán náttúruverndarsamtaka umdrög að tillögu að þingsályktun um verndun og orkunýtingu landssvæða. Þjóðminjasafninu, miðvikudag 8. febrúar kl. 12-13:30 Framsöguerindi flytur Rannveig Magnúsdóttir sem ritstýrði umsögn samtakanna. Almennar umræður í lokin. 

 Ráðstefna á vegum Sveitarfélagsins Hornafjarðar og umhverfisráðuneytisins um Jökulsárlón verður haldin í Freysnesi fimmtudaginn 17. nóvember nk frá kl. 13-17.  Það er öllum opið. 

38 Ný skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir öll helstu náttúruverndarsamtök landsins* sýnir að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands nýtur mikils stuðnings meirihluta landsmanna. Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands?Helstu niðurstöður eru: 56% aðspurðra eru hlynntir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, 17,8% aðspurðra eru andvígir en 26,2% eru hvorki hlynntir né andvíg.

Að undanförnu hafa mörg hreindýr slasast og látið lífið í gömlum rafmagnsgirðingum og girðingaflækjum .  Hreindýr eru villt dýr í náttúru Íslands sem flestum finnst djásn í lífríki landsins.  Hreindýr og ýmis hjartardýr finnast í öllum nágrannalöndum okkar.  Þar hafa girðingamál verið leyst af virðingu við umhverfið.Hér að neðan eru nokkrir tenglar þar sem sýnt er hvernig má byggja girðingar með tilliti til villtra dýra og hagsmuna landeigenda. 

Um helgina fór stjórn NAUST til að kanna aðstæður á Mýrum. Girðingar við Flatey voru skoðaðar. Þær sem hafa helst orðið hreindýrum að fjörtjóni eru gamlar rafmagnsgirðingar sem ekkert gagn gera og hafa verið í niðurníðslu árum saman. Stjórnarmenn nutu aðstoðar tveggja reyndra hreindýraeftirlitsmanna á ferð sinni og fundust því miður 2 dauð hreindýr í landi Vatnajökulsþjóðgarðs við Heinaberg örstutt frá Flatey sem höfðu drepist vegna girðingarefnis. Þá fannst hreindýrskýr að dauða komin af hungri, vafinn í gamlan rafmagsgirðingarvír. Engin ráð voru önnur en að aflífa dýrið.

ViðhengiStærð
Hreindýr í rafmagnsvír.JPG145.42 KB
Kýr í rafmagnsborða við Flatey.JPG159.01 KB
Fórnarlamb girðinga.JPG164.41 KB
Flatey Hreindýrskýr.JPG119.2 KB
RSS molar
Syndicate content