Hálfdán Björnsson hlýtur Bláklukkuna 2011

Bláklukkan 2011 heiðursviðurkenning Náttúruverndarsamtaka Austurlands var á laugardaginn veitt Hálfdáni Björnssyni frá Kvískerjum við hátíðlega athöfn á Djúpavogi. Hálfdán hlýtur Bláklukkuna fyrir ómetanleg störf í þágu náttúruvísinda og náttúruverndar á Austurlandi. Það eru ekki hvað síst rannsóknir Hálfdáns á fuglum og skordýrum sem hafa sett hann í röð okkar færustu fræðimanna.20 Hálfdán hlýtur Bláklukkuna 2011.JPG