Fleiri hreindýr finnast dauð

Um helgina fór stjórn NAUST til að kanna aðstæður á Mýrum. Girðingar við Flatey voru skoðaðar. Þær sem hafa helst orðið hreindýrum að fjörtjóni eru gamlar rafmagnsgirðingar sem ekkert gagn gera og hafa verið í niðurníðslu árum saman. Stjórnarmenn nutu aðstoðar tveggja reyndra hreindýraeftirlitsmanna á ferð sinni og fundust því miður 2 dauð hreindýr í landi Vatnajökulsþjóðgarðs við Heinaberg örstutt frá Flatey sem höfðu drepist vegna girðingarefnis. Þá fannst hreindýrskýr að dauða komin af hungri, vafinn í gamlan rafmagsgirðingarvír. Engin ráð voru önnur en að aflífa dýrið.Aðkoman var vægast sagt skelfileg og verður ekki við unað.  NAUST hvetur  landeigendur, Lífsval og  hið Íslenska ríki, sem og umráðamenn landsins að gera nú þegar úrbætur.Sömuleiðis lýsum við yfir furðu á þeirri stöðu að sveitarfélagið hafi enn ekki brugðist við þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir  og bréfaskrif Umhverfisstofunar og annarra þar að lútandi.Stjórn NAUST bindur miklar vonir við að úrlausn fáist  í dag 31. október á fundi Sveitarstjórnar Hornafjarðar, að gripið verði í taumana og þessi skelfilega vá þar með úr sögunni.Meðfylgjandi eru myndir úr ferðinni.28 Fórnarlamb girðinga.JPG29 Hreindýr í rafmagnsvír.JPG30 Kýr í rafmagnsborða við Flatey.JPG32 Flatey Hreindýrskýr.JPG

ViðhengiStærð
Hreindýr í rafmagnsvír.JPG145.42 KB
Kýr í rafmagnsborða við Flatey.JPG159.01 KB
Fórnarlamb girðinga.JPG164.41 KB
Flatey Hreindýrskýr.JPG119.2 KB