Þjóðin vill Þjóðgarð

38 Ný skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir öll helstu náttúruverndarsamtök landsins* sýnir að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands nýtur mikils stuðnings meirihluta landsmanna. Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands?Helstu niðurstöður eru: 56% aðspurðra eru hlynntir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, 17,8% aðspurðra eru andvígir en 26,2% eru hvorki hlynntir né andvíg.Hugmyndin um þjóðgarð á miðhálendi Íslands á vísan stuðning meðal allra aldurshópa og íbúa allra landshluta. Mestur er stuðningurinn í Reykjavík en þar segjast 64% vera hlynnt stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Minnstur er stuðningurinn í Suðurkjördæmi en þar segist þó rétt innan við helmingur vera hlynntur stofnun þjóðgarðs eða 45%.Í lok næstu viku rennur út frestur til að skila athugasemdum við drög að þingsályktun um Rammaáætlun. Eftirtalin náttúruverndarsamtök telja að niðurstaða skoðanakönnunarinnar sé til marks um skýran vilja almennings til þess að vernda miðhálendið sem eina óraskaða heild; að öræfi landsins sé auðlind sem sífellt verður dýrmætari.37 Vetrarblóm á hálendinu* Eftirfarandi samtök standa að skoðanakönnunni

 • Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi
 • Félag um verndun hálendis Austurlands
 • Framtíðarlandið
 • Fuglavernd
 • Jöklahópurinn Skagafirði
 • Landvernd
 • Náttúruvaktin
 • Náttúruverndarsamtök Íslands
 • Náttúruverndarsatök Suðurlands
 • Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands
 • Náttúruverndarsamtök Vestfjarða
 • NAUST (Náttúruverndarsamtök Austurlands)
 • Sól á Suðurlandi
 • SUNN (Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi)

Frekari upplýsingar veitir, Árni Finnsson, sími 8972437.