Baráttan um landið - Heimildamynd um Kárahnjúkavirkjun

Íslenska heimildamyndin Baráttan um landið  er saga landsins sem fór undir raforkuframleiðslu fyrir stóriðju, sögð á auðmjúkan hátt af fólkinu sem býr á, og unnir þessu landi.41 rn.JPG             Myndin segir sögu þeirrar náttúru sem er í hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda og raforkuframleiðslu fyrir stóriðju á Íslandi. Einnig drepur sagan á þeim ómetanlegu náttúruperlum sem nú þegar hefur verið fórnað fyrir stóriðju, en í dag fara u.þ.b. 80% af framleiddri raforku á Íslandi í erlenda stóriðju.Sagan er sögð af hinum hógværu röddum sem búa á og unna landinu sem er í hættu og hefur verið eyðilagt.Hvernig lífi viljum við lifa og hvernig viljum við hafa hlutina í kringum okkur? Verða fleiri álver reist? Er þetta stefnan sem við viljum taka? (…) Ja, þó að við stöðvum ekki Kárahnjúkavirkjun þá vona ég að við náum að koma í veg fyrir frekari slys af þessu tagi.”   Arna Ösp Magnúsardóttir Höfundur myndarinnar er Helena Stefánsdóttir og meðhöfundur Arnar Steinn Friðbjörnsson,  Undraland framleiðir.  Myndin verður frumsýnd þann 4. apríl nk.   Hægt er að skoða brot úr myndinni  með því að smella hér