Náttúruvernd og skipulag - Vorráðstefna NAUST

Vorráðstefna NAUST var haldin á Hótel Framtíð á Djúpavogi 4. júní 2011. Ráðstefnan tókst vel og voru rétt um 40 þátttakendur sem gerðu góðan róm að áhugaverðum og fjölbreyttum fyrirlestrum. Viðfangsefnið var náttúruvernd með áherslu á skipulagsmál í sinni víðustu mynd. Allt frá landsskipulagi yfir í deiliskipulag, frá friðlýsingum til skipulags á landnýtingu m.a. fyrir landbúnað og skógrækt. Þá var fjallað um arðsemi náttúruverndar fyrir listir, ferðaþjónustu, heilsu og vellíðan. Seinni hluti ráðstefnunnar var helgaður náttúruverndarmálum og sögu NAUST auk þess sem lagðar voru fram nokkrar tillögur NAUST um næstu skref í náttúruvernd á Austurlandi. Í lok ráðstefnunnar var Bláklukkan, heiðursviðurkenning NAUST veitt í fyrsta sinn. Bláklukkan kom í hlut Hálfdáns Björnssonar á Kvískerju fyrir framúrskarandi framlag að náttúruvernd og náttúrufræðum. Erindi frá fundinum verða birt hér von bráðar. Hér að neðan er dagskrá.

nattaust@gmail.com

Dagskrá ráðstefnunnar