Hvatningarátak NAUST til fjarlægingar ónýtra girðinga

NAUST fékk styrk frá Umhverfisráðuneytinu til að standa straum af hvatningarátaki á starfssvæði sínu til að fjarlæga ónýtar girðingar.  Átakinu er ætlað að beina sjónum að þeim hættum sem stafa af ónýtum girðingum sem og því lýti sem þær eru í landslaginu.

Eftirtalin sveitarfélög taka þátt í átakinu og er sú aðstoð sem hvert sveitarfélag býður listuð við hvert sveitarfélaganna. Tvö sveitarfélög í landshlutanum telja sig hafa lokið þessu verkefni fyrir skemmstu og eru af þeim sökum ekki með nú, en það eru Fljótsdalshreppur og Borgarfjarðarhreppur.

 

 

Hornafjörður

Bæjarráð er jákvætt fyrir þátttöku í verkefninu.

Aðstoð í boði: Sveitarfélagið mun skaffa gáma sem taka við efninu á eftirtöldum stöðum í sveitarfélagin á eftirfarandi tímum:

Í júlí í Lóni við Jökulsá og í Mýrum við Holt.

Í ágúst á Nesi ofan við Nesjahverfi og í Suðursveit við Hrollaugstaði.

Landeigendur í Öræfum vinsamlegast hafi samband við Áhaldahús eða Birgi og láti vita hvar sveitarfélagið getur nálgast girðingarefnið.

Tengiliður: Birgir Árnason, bæjarverkstjóri, s. 470-8027 / 895-1473

 

Djúpavogshreppur

Sveitarfélagið er tilbúið til samstarfs við Naust um verkefnið.

Aðstoð í boði: Djúpavogshreppur býðst til að sækja vír og annað sem til fellur við niðurrif girðinga. Efnið skal vera aðgreint þannig að gott sé að taka við því. Einnig er tekið á móti efni sem komið er með.

Móttaka er í höndum starfsmanna áhaldahússins þar sem vír færi í járnagám og timbur í hauginn á Háaurum.

Sveitarfélagið mun yfirfara land í sinni eigu og fjarlægja þær ónýtu girðingar sem þar eru.

Tengiliður: Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri s. 470-8701 / 843-9889 og sveitarstjori@djupivogur.is.

 

 

Breiðdalshreppur

Sveitarstjórn lýsir yfir stuðningi við umrætt verkefni.

Aðstoð í boði: Tekið verður á móti girðingarefni á móttökustöðum Breiðdalshrepps í samráði við verkstjóra áhaldahúss.

Tengiliðir: Sif Hauksdóttir (sif@breiddalur.is) og Hermann Arnþórsson hjá áhaldahúsinu s. 470-5576 / 899-5406 og ahaldahus@breiddalur.is

 

Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur fullan hug á því að taka þátt í þessu verkefni.

Aðstoð í boði: Fjarðabyggð býður bændum upp á að koma og fjarlægja upprúllaðar netadræsur sem og aðrar girðingar. Bæjarverkstjórar sjá um að sækja efnið.

Tengiliður: Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, s. 470-9065 og anna.b.samuelsdottir@fjardabyggd.is.

 

Seyðisfjarðarkaupstaður

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í átakinu.

Aðstoð í boði: Starfsmenn áhaldahúss bjóðast til að sækja girðingarefni sem búið er að taka saman. Einnig er hægt að koma því til  móttökustöðvur að Fjarðargötu 8 sem opin er á virkum dögum kl. 13:00-17:00 og á laugardögum kl. 10:00-14:00.

Tengiliður: Gunnlaugur Friðjónsson, bæjarverkstjóri, s. 470-2350 og ahaldahus@sfk.is.

 

Fljótsdalshérað

Aðstoð í boði: Starfsmenn sveitarfélagsins taka á móti ónýtum girðingum á gámavelli Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum.

Tengiliður: Freyr Ævarsson, verkefnastjóra umhverfismála, s. 694-6339.

 

Vopnafjarðarhreppur

Aðstoð í boði: Vopnafjarðarhreppur er tilbúinn til að aðstoða við að fjarlægja girðingar, hvort sem er með því að leggja fram vinnuframlag í formi niðurrifs girðinga eða fjarlægja staura og vír. Vinnan verði framkvæmd í samráði við Þjónustumiðstöð Vopnafjarðarhrepps.

Móttaka efnis er á sorpurðunarstað Vopnfirðinga að Búðaröxl.

Tengiliður: Yfirmaður þjónustumiðstöðvar, s. 473-1423.