Ályktanir og áskoranir

Stjórn NAUST sendi rétt í þessu eftirfarandi atugasemdir vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs sem áætlað er að geri ráð fyrir Geitdalsvirkjun. 

ViðhengiStærð
Athugasemdir Náttúruverndarsamtaka Austurlands vegna tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fjótsdalshéraðs.pdf580.02 KB

Náttúruverndarþing frjálsra félagasamtaka haldið í Reykjavík 28. apríl sendi frá sér eftirfarandi ályktanir:

ViðhengiStærð
Alyktanirnatturuverndarthings2012allarLOKA.pdf403.55 KB

Umhverfisráðuneytið óskar eftir athugasemdum við drög að frumvarpi sem ætlað er að breyta lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í frumvarpinu er fjallað um hvernig staðið skuli að nýtingu hlunninda, bæði veiða og eggjatöku.sjá http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2028 Frestur til að skila inn athugasemdum/ umsögn er til 24. febrúar nk.

 Náttúruverndarsamtök gerðu síðastliðið haust sameiginlega umsögn um Rammaáætlun vatnsafls- og jarðvarmavirkjana. Umsögninni var skilað til iðnaðar- og umhverfisráðherra í nóvember 2011.Umsögnina er hægt að lesa hér

Um helgina fór stjórn NAUST til að kanna aðstæður á Mýrum. Girðingar við Flatey voru skoðaðar. Þær sem hafa helst orðið hreindýrum að fjörtjóni eru gamlar rafmagnsgirðingar sem ekkert gagn gera og hafa verið í niðurníðslu árum saman. Stjórnarmenn nutu aðstoðar tveggja reyndra hreindýraeftirlitsmanna á ferð sinni og fundust því miður 2 dauð hreindýr í landi Vatnajökulsþjóðgarðs við Heinaberg örstutt frá Flatey sem höfðu drepist vegna girðingarefnis. Þá fannst hreindýrskýr að dauða komin af hungri, vafinn í gamlan rafmagsgirðingarvír. Engin ráð voru önnur en að aflífa dýrið.

ViðhengiStærð
Hreindýr í rafmagnsvír.JPG145.42 KB
Kýr í rafmagnsborða við Flatey.JPG159.01 KB
Fórnarlamb girðinga.JPG164.41 KB
Flatey Hreindýrskýr.JPG119.2 KB

12 IMG_1982.jpgAð undanförnu hefur fjöldi hreindýra fests í girðingum, tarfar hafa fests saman á hornum í girðingaflækjum og jafnvel drepist vegna girðingadræsa sem skildar hafa verið eftir á víðavangi. Þetta ástand er óviðunandi.

NAUST skorar á bændur á Mýrum í Hornafirði, sem og aðra landeigendur og sveitarfélög á Suðaustur og Austurlandi að sýna ábyrgð og fjarlægja þá miklu hættu sem villtum dýrum og búfénaði stafar af gömlum girðingum og girðingarflækjum sem liggja á víðavangi.

Ráðstefna NAUST, Djúpavogi 4. júní 2011: Ályktanir

Um jákvæða þróun á Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs
Ráðstefna NAUST, haldin á Djúpavogi 4. júní 2011, fagnar þeirri jákvæðu þróun sem orðið hefur á Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir atbeina svæðisráðs þjóðgarðsins, sveitarstjórnar Hornafjarðar sem og landeigenda sem gengið hafa til samstarfs við þjóðgarðinn. Mikilvægt er að slíkri þróun sé fylgt eftir með fjárframlögum til að tryggja náttúruvernd og aðgerðir til að bregðast við vaxandi straumi ferðamanna.

Um stækkun Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

RSS molar
Syndicate content