10 aðgerðir sem sveitarstjórnir geta sett í forgang ef þeim er annt um umhverfið

10 aðgerðir sem sveitastjórnir geta tekið upp til umhverfisverndar. nattaust.is

Mikil þörf er á aukinni aðkomu og vinnu sveitarfélaga að loftslagsmálum. Meirihlutaviðræður fara fram um þessar mundir. Nýjar sveitarstjórnir og þær sem hafa endurnýjað umboð sitt taka senn til starfa. Eitt af stærstu verkefnum sveitarstjórna er að tryggja áframhaldandi lífsgæði okkar á Jörðinni.

Við köllum eftir alvöru loftslagsaðgerðum hjá sveitarstjórnum. Staðan er sú að við þurfum að taka til aðgerða strax. Athafnir okkar mannanna hafa valdið mikilli aukningu á losun koltvíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda úr í andrúmsloftið. Þetta veldur auknum öfgum í veðurfari, hækkun yfirborðs sjávar, bráðnun jökla og súrnun sjávar.

Við erum hluti af náttúrunni. Lausnir á þeim vanda sem við stöndum fyrir snúast um að vinna með henni en ekki gegn henni.
Smelltu þér á aðgerðirnar 10 hér

Scroll to Top