Þann 10. febrúar síðstliðinn var fundur náttúruverndarhreyfingarinnar haldinn í Úlfarsárdal. Varaformaður NAUST, Guðrún Óskarsdóttir mætti fyrir hönd samtakanna og tók þátt í fundarhöldum þar sem hún meðal annars sagði stuttlega frá NAUST.
Fundurinn var haldinn fyrir tilstilli Landverndar og mættu yfir 100 manns, og var hann skilvirkur og hnitmiðaður. Niðurstaðan var ályktun sem hefur verið birt á heimasíðu Landverndar.
Náttúruverndarsamtök Austurlands taka heilshugar undir ályktunina sem má sjá í heild sinni hér.