Aðalfundur NAUST 1974 telur brýnt, að mótuð verði hið fyrsta stefna varðandi umhverfisrannsóknir í þágu náttúruverndar, þannig að yfirumsjón með þeim verði falin Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrufræðistofnun (náttúrufræðistofnunum) í landshlutunum, er jafnframt verði ráðgefandi um náttúruvernd og landnýtingu hver á sínu svæði.
HérAust. NAUST, Stofn 28/1-9. Gjörðabók II, 17. ág. 1974 til 3. ág. 1982, bls. 16.