Að beiðni Austurbrúar f.h. Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) tók Náttúrustofa Austurlands að sér verkefnið Náttúruvernd og efling byggða sem var hluti af stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur 2017–2021 um sérstakt átak í friðlýsingum, liður C9 í byggðaáætlun.
Meginmarkmiðið var að greina tækifæri og hagrænan ávinning af því að friðlýsa náttúruverndarsvæði sem sveitarfélög höfðu tilgreint inn í verkefnið, en höfðu ekki verið friðlýst.
Svæðin sem valin voru af SSA voru útnefnd af sveitarfélögum á Austurlandi í mars 2019; Úthérað á Fljótsdalshéraði, nú í Múlaþingi, Gerpissvæðið í Fjarðabyggð og þrjú aðskilin svæði í fyrrum Djúpavogshreppi (Búlandsnes, Eyfreyju- nesvík og Eyfreyjunestangi og Starmýrarteigar í Álftafirði), nú einnig í Múlaþingi. Ekki var verið að leggja til friðlýsingu viðkomandi svæða, heldur skapa umræðu um hagrænan ávinning ef til friðlýsingar kæmi, tækifæri og ógnanir.
Lesa verkefnið sem PDF skrá.