Hólmanes, Náttúruverndarsamtök Austurlands. nattaust.is

Aðalfundir og stjórnir NAUST 1970-2020

Stjórnarfundir hafa verið haldnir nokkrir á ári flest ár í sögu NAUST en fastur liður auk þess árlega á hverju sumri var aðalfundurinn. Á aðalfundum NAUST hafa oft auk venjulegra aðalfundarstarfa verið haldin erindi um náttúru –og umhverfisverndarmál sem hafa verið á döfinni hverju sinni. Einnig var efnt til skoðunarferða. Kvöldvökur voru auk þess haldnar, með ýmissi dagskrá, í máli og myndum. Aðalfundir stóðu jafnvel í tvo til þrjá daga og þá sóttu gestir úr öðrum landshlutum, ýmsir fulltrúar samtaka, stofnana og vísindamenn. Margir í þeim hópi voru með framsögu eða fræðileg erindi á aðalfundum. Stjórn NAUST bar uppi hitann og þungann af starfinu, og hélt stjórnarfundi, en auk þess voru framan af starfandi nefndir innan samtakanna um tiltekin málefni og verkefni. Nefndarkjör fór fram á aðalfundum. Á aðalfundum var kjörin stjórn og einnig kaus aðalfundur formann samtakanna allt til ársins 1981 að lagabreyting varð og stjórnin skyldi framvegis sjálf skipa formanninn samhliða því að skipta með sér verkum. Á aðalfundum voru einnig kosnir skoðunarmenn reikninga. Stjórn skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.

Yfirlit yfir dagskrá aðalfunda, auk venjulegra aðalfundarstarfa, og skipan stjórna NAUST 1970–2020

1970
Stofnfundur í Barnaskólanum á Egilsstöðum 13. september 1970. Gestir fundar voru Árni Reynisson framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs og Helgi Hallgrímsson formaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN), sem stofnuð voru árið 1969. Erling Garðar Jónasson rafmagnsveitustjóri á Austurlandi flutti erindi um náttúru og stórframkvæmdir.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Hjörleifur Guttormsson Neskaupsstað formaður, Völundur Jóhannesson Egilsstöðum varaformaður, Sigurður Blöndal Hallormsstað ritari, Sigfús Kristinsson Reyðarfirði gjaldkeri, Hilmar Bjarnason Eskifirði meðstjórnandi. Varamenn Sigríður Halldórsdóttir Staðarborg, sr. Þorleifur Kristmundsson Kolfreyjustað og Erling Garðar Jónasson Egilsstöðum.

1971
Egilsbúð í Neskaupstað 29. ágúst. Gestir fundarins voru þeir Ingvar Hallgrímsson fiskifræðingur og forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar, sem flutti erindi um ofveiði á Íslandsmiðum og mengun hafsins, og Árni Reynisson framkvæmdastjóri Landverndar. Sigurður Blöndal ritari stjórnar NAUST flutti erindi um tilhögun Landgræðslustarfs.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Hjörleifur Guttormsson Neskaupsstað formaður, Völundur Jóhannesson Egilsstöðum varaformaður, Sigurður Blöndal Hallormsstað ritari, Bóas Emilsson Eskifirði gjaldkeri og sr. Þorleifur Kristmundsson Kolfreyjustað Fáskrúðsfirði meðstjórnandi. Varamenn Ásgeir Hjálmarsson Djúpavogi, Sigurður Björnsson Kvískerjum í Öræfum, Lára Jónasdóttir Reyðarfirði.

1972
Barnaskólinn á Djúpavogi 7.-8. október. Skoðunarferð í Papey. Gestir fundar, Eysteinn Jónsson formaður Náttúruverndarráðs og Snæbjörn Jónsson vegamálastjóri fluttu erindi.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Hjörleifur Guttormsson Neskaupstað formaður, Lára Jónsdóttir Reyðarfirði varaformaður, Bóas Emilsson Eskifirði gjaldkeri, Guttormur V. Þormar Geitagerði Fljótsdal ritari. sr. Þorleifur Kristmundsson Kolfreyjustað Fáskrúðsfirði meðstjórnandi. Varamenn: Ásgeir Hjálmarsson Djúpavogi, Sigurður Björnsson Kvískerjum í Öræfum, Sigríður Eyjólfsdóttir Borgarfirði.

1973
Fjarðarborg Borgarfirði og Eiðaskóli á Fljótsdalshéraði 1.-2. september. Ferð um Úthérað og Borgarfjörð. Lagarfossvirkjun skoðuð. Jakob Björnsson orkumálastjóri og Sigurjón Helgason verkfræðingur hjá Rafmagnsveitum ríkisins (RARIK) fluttu erindi um „Austurlandsvirkjun“ og Lagarfossvirkjun.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Hjörleifur Guttormsson formaður, Lára Jónsdóttir Reyðarfirði varaformaður, Björn Björnsson Neskaupsstað gjaldkeri, Guttormur V. Þormar Geitagerði Fljótsdal ritari, Sigurður Björnsson Kvískerjum í Öræfum meðstjórnandi. Varamenn: Ásgeir Hjálmarsson Djúpavogi, Sigríður Eyjólfsdóttir Borgarfirði og Sigurður Hjaltason Höfn.

1974
Hótel Valhöll á Eskifirði 24-25. ágúst. Meginefni fundar var landnýting og landgræðsluáætlun 1975-1979. Haukur Hafstað framkvæmdastjóri Landverndar flutti NAUST kveðju frá Landvernd. Yngvi Þorsteinsson gróðurfræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) fluttu erindi um Landgræðsluáætlunina 1975–1979 og þýðingu hennar fyrir Austurland. Árni Reynisson framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs var einnig gestur fundarins og flutti honum kveðju ráðsins og árnaðaróskir og sagði starf slíkra náttúruverndarsamtaka vera undirstöðu starfs ráðsins.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Hjörleifur Guttormsson formaður, Sigríður Eyjólfsdóttir Borgarfirði varaformaður, Sigurður Björnsson Kvískerjum í Öræfum ritari, Björn Björnsson Neskaupstað gjaldkeri, Ásgeir Hjálmarsson Djúpavogi meðstjórnandi. Varamenn Júlíus Ingvarsson Eskifirði, Páll Sigurbjörnsson Egilsstöðum og Sigurður Hjaltason Höfn.

1975
Nesjaskóli í Hornafirði 30.-31. ágúst. Skoðunarferð um Hornafjörð. Aðalmál fundar var ferðamál, útivist og umhverfisvernd. Lúðvík Hjálmtýrsson framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs flutti erindi um sögulega hlið náttúruverndar og landnýtingar. Birna Bjarnleifsdóttir formaður Félags leiðsögumanna fjallaði um félagið, sögu þess og markmið og Eyþór Einarsson varaformaður Náttúruverndarráðs flutti erindi um starf ráðsins og áherslur í ferðamálum.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar. Hjörleifur Guttormsson formaður, Sigríður Eyjólfsdóttir Borgarfirði varaformaður, Ásgeir Hjálmarsson Djúpavogi ritari, Björn Björnsson Neskaupstað gjaldkeri, Hálfdan Haraldsson Norðfirði og Gísli Arason Höfn meðstjórnendur. Varamenn Júlíus Ingvarsson Eskifirði, Páll Sigurbjörnsson Egilsstöðum og Sigurður Hjaltason Höfn.

1976
Hallormsstaður 21.-22. ágúst. Farið að Hengifossi og í Hallormsstaðaskóg fyrri daginn. Arnþór Garðarsson dýrafræðingur flutti erindi um votlendi og Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur um verndun vatnsfalla. Auk þess haldinn almennur fundur um vatnsmiðlun og framkvæmdir við Lagarfossvirkjun.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Hjörleifur Guttormsson formaður, Páll Sigbjörnsson Egilsstöðum varaformaður, Júlíus Ingvarsson Eskifirði ritari, Hálfdan Haraldsson Norðfirði gjaldkeri, Gísli Arason Höfn meðstjórnandi. Varamenn Sigurður Hjaltason Höfn, Egill Guðlaugsson Fáskrúðsfirði og Ari Guðjónsson Djúpavogi.

1977
Sigurðarskáli í Kverkfjöllum 20.-21. ágúst. Fundarefni var friðlýsingarmál og verndun óbyggða. Skoðunarferð farin um nágrenni skálans undir leiðsögn Guttorms Sigbjarnarsonar jarðfræðings. Fundinn sóttu um 80 manns. Sýning um náttúruvernd á Austurlandi var í Hótelinu á Hallormsstað þetta sumar.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Hjörleifur Guttormsson formaður, Páll Sigbjörnsson Egilsstöðum varaformaður, Egill Guðlaugsson Fáskrúðsfirði ritari, Júlíus Ingvarsson Eskifirði gjaldkeri og Ari Guðjónsson Djúpavogi meðstjórnandi. Varamenn Benedikt Þorsteinsson Hornafirði, Bjarni Sveinsson Borgarfirði og Snjófríður Hjálmarsdóttir Djúpavogi.

1978
Félagsheimilið Skrúður á Fáskrúðsfirði 19. og 20. ágúst. Skoðunarferð um Skriðdal, Breiðdal og Stöðvarfjörð. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur og Sigurður Blöndal skógræktarstjóri héldu erindi á kvöldvöku. Á opnum fundi seinni daginn hafði Jakob Jakobsson fiskifræðingur framsögu um ástand fiskistofna.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Hjörleifur Guttormsson Neskaupsstað formaður, Anna Þorsteinsdóttir Heydölum varaformaður, Sigríður Kristinsdóttir Eskifirði gjaldkeri, Egill Guðlaugsson Fáskrúðsfirði ritari, Ari Guðjónsson Djúpavogi meðstjórnandi. Varamenn Benedikt Þorsteinsson Höfn, Jón Einarsson Neskaupsstað og Magnús Hjálmarsson Egilsstöðum.

1979
Skáli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs við Snæfell 18.-19. ágúst. Farið frá Egilsstöðum 17. ágúst um Hrafnkelsdal inn á Snæfellsöræfi í skálann. Sigurður Þórarinsson og félagar hans við fornleifarannsóknir fjölluðu um byggðasögu dalsins. Skoðunarferðir farnar um nágrenni Snæfells og gönguferð á fjallið undir leiðsögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings og Skarphéðins Þórissonar líffræðings. Hjörleifur Guttormsson sem þá var orðinn iðnaðarráðherra lét af formennsku NAUST eftir að hafa gengt henni frá stofnun samtakanna.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Einar Þórarinsson Neskaupsstað formaður, Anna Þorsteinsdóttir Heydölum varaformaður, Sigríður Kristinsdóttir Eskifirði gjaldkeri, Anna Kjartansdóttir Höfn ritari, Magnús Hjálmarsson Egilsstöðum meðstjórnandi. Varamenn Jón Einarsson Neskaupsstað, Óli Björgvinsson Djúpavogi og Guðrún Á Jónsdóttir Hlöðum.

1980
Hof í Öræfum 16.-17. ágúst. Skoðunarferð í Ingólfshöfða og þjóðgarðinn í Skaftafelli. Sveinn Jakobsson jarðfræðingur flutti erindi um rannsóknir sínar á Austurgosbeltinu. Sýnd var kvikmyndin Sveitin milli sanda eftir Ósvald Knudsen. Hjörleifur Guttormsson rakti sögu NAUST í tilefni af 10 ára afmæli samtakanna.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Einar Þórarinsson Neskaupsstað formaður, Jón Einarsson Neskaupsstað, Óli Björgvinsson Djúpavogi, Anna Kjartansdóttir Höfn, Magnús Hjálmarsson Egilsstöðum meðstjórnandi. Varamenn Guðrún Á Jónsdóttir Fellabæ, Friðjón Guðröðarson Höfn og Hermann Guðmundsson Vopnafirði.

1981
Vopnafjörður. Gönguferð um nágrennið. Guðmundur V. Helgason flutti erindi um lífið í Skógalóni. Breytingar eru gerðar á lögum samtakanna þess efnis að umdæminu er skipt niður í þrjú svæði 1-3 og stjórn samtakanna skal kosin á einu svæði í senn. Það að auki skulu kosnir fulltrúar af hvoru hinna svæðanna. Stjórn situr nú til þriggja ára í stað eins áður. Svæði 1 er Bakkafjörður, Vopnafjörður, Hérað, Seyðisfjörður og Borgarfjörður. Svæði 2 eru Austfirðir frá Mjóafirði til Breiðdalsvíkur. Svæði 3 eru Berufjörður að Skeiðarársandi.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Vigfús I. Ingvarsson Egilsstöðum formaður, Jón Loftsson Hallormsstað varaformaður, Kristján Kristjánsson Egilsstöðum ritari, Edda Björnsdóttir Miðhúsum Eiðaþinghá gjaldkeri, Hermann Guðmundsson Vopnafirði meðstjórnandi.

1982
Hallormstaður 21.-22. ágúst. Efni fundar landbúnaður og landgæði. Skoðunarferð farin um Fljótsdal og Hallormsstaðaskóg undir leiðsögn Jóns Loftssonar skógarvarðar að Hallormsstað. Eyþór Einarsson formaður Náttúruverndarráðs, Yngvi Þorsteinsson gróðurfræðingur hjá RALA og Sveinn Guðmundsson formaður Búnaðarfélag Austurlands fluttu erindi um málefnið.
Ekki stjórnarkjör. Stjórn kjörin árið 1981 til þriggja ára.

1983
Fjarðarborg Borgarfirði og Stakkahlíð í Loðmundarfirði 19.-21. ágúst. Fundarefni var hreindýr á Íslandi. Gönguferð farin úr Borgarfirði um Kækjuskörð til Loðmundarfjarðar. Perlusteinsnáma skoðuð. Um leiðsögn sá Lúðvík Ekhart. Skarphéðinn G. Þórisson flutti erindi um hreindýr.
Ekki stjórnarkjör. Stjórn kjörin árið 1981 til þriggja ára.

1984
Stafafell í Lóni 18.-19. ágúst. Fundarefni var friðlýst svæði. Skoðunarferð farin um Lónið undir leiðsögn Benedikts Stefánssonar á Hvalnesi. Einnig var farið inn í Laxárdal og að rústum verslunarstaðarins við Papós. Jón Gauti Jónsson framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs fjallaði um lög um náttúruvernd, þ.á m. um ákvæði laganna um friðlýst svæði. Ný stjórn kosin af Suðursvæði.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Benedikt Þorsteinsson á Höfn formaður, Ingimar Sveinsson Djúpavogi varaformaður, Halldór Tjörvi Einarsson Nesjum ritari, Sigurður Björnsson Kvískerjum í Öræfum gjaldkeri, Skafti Benediktsson Hraunkoti meðstjórnandi. Varamenn Benedikt Stefánsson Hvalnesi í Lóni, Friðjón Guðröðarson Höfn og Beta Einarsdóttir Kálfafellsstað.
Tengiliðir af Miðsvæði: Einar Þórarinsson Neskaupstað, Anna Þorsteinsdóttir Heydölum (Eydölum) í Breiðdal og Vigdís Björnsdóttir Eskifirði.
Tengiliðir af Norðursvæði: Vigfús Ingvar Ingvarsson Egilsstöðum, Anna Benediktsdóttir Vopnafirði og Sigríður Eyjólfsdóttir Borgarfirði.

1985
Egilsbúð í Neskaupstað 31. ágúst til 1. september. Bátsferð farin um Hellisfjörð, að Barðsnesi og Nípu. Gönguferð í Fannardal. Eyþór Eyþórsson formaður Náttúruverndarráðs flutti erindi um náttúruvernd og þjóðgarða og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur um lífríki Hjaltastaðablár.
Ekki stjórnarkjör. Stjórn kjörin árið 1984 til þriggja ára.

1986
Barnaskólinn á Hofi í Öræfum 17. ágúst. Skarphéðinn G. Þórisson hélt erindi um hreindýr og nýja flugbraut á Egilsstöðum.
Ekki stjórnarkjör. Stjórn kjörin árið 1984 til þriggja ára.

1987
Stöðvarfjörður 16. ágúst. Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs fjallaði um starf ráðsins. Ný stjórn kosin af Miðsvæði.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Helga M. Steinsson Neskaupstað formaður, Ásthildur Lárusdóttir Neskaupstað varaformaður, Einar Már Sigurðarson Neskaupstað ritari, Sigurborg Hákonardóttir Neskaupstað gjaldkeri og Sigríður Rósa Kristinsdóttir Eskifirði meðstjórnandi. Varamenn Halla Óskarsdóttir Eskifirði, Sveinn Sigurbjarnarson Eskifirði og Björn Hafþór Guðmundsson Stöðvarfirði.

1988
Sigurðarskáli í Kverkfjöllum 19.-21. ágúst. Skoðunarferð í Kverkfjöllum, Hvannalindum og Arnardal. Efni fundar var umgengni ferðamanna í óbyggðum og undirbúningur að friðlýsingu Krepputungu. Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri og Þóroddur F. Þóroddsson framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs fluttu erindi.
Ekki stjórnarkjör, stjórn kjörin árið 1987 til þriggja ára.

1989
Skíðaskálinn við Oddskarð 18.-19. ágúst. Gönguferð og bátsferð farin til Viðfjarðar o.fl. Fundarefni var mannvirkjagerð og náttúruvernd. Einar Þórarinsson og starfsmenn Vegagerðarinnar á Reyðarfirði með innlegg.
Ekki stjórnarkjör, stjórn kjörin árið 1987 til þriggja ára.

1990
Snæfellsskáli 17.-19. ágúst. Gönguferð um Þjófadali og Eyjabakka. Hjörleifur Guttormsson minntist 20 ára afmælis NAUST. Gefið út fréttabréf helgað afmælinu. Markmið og framtíð náttúruverndar rædd. Davíð Egilsson frá Náttúruverndarráði og Einar Egilsson formaður Samband íslenskra náttúruverndarfélaga (SÍN) fluttu erindi. Ný stjórn kosin af Norðursvæði.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Bragi Björgvinsson Egilsstöðum formaður, Kristbjörg Kristmundsdóttir Fljótsdalshéraði varaformaður, Arndís Þorvaldsdóttir Egilsstöðum ritari, Sigrún Hrafnsdóttir Hallormsstað gjaldkeri og Philip Vogler Egilsstöðum meðstjórnandi. Varamenn Magnús Hjálmarsson Egilsstöðum, Zophonías Einarsson Hallormsstað, Jón Júlíusson Fljótsdalshéraði, Emil Emilsson Seyðisfirði og Jónbjörg Eyjólfsdóttir Egilsstöðum. Ákveðið var á stjórnarfundi að formaður sæti til eins árs og þá tæki varaformaður við.

1991
Végarður í Fljótsdal 17.-18. ágúst. Fundarefni var náttúruminjaskráning og fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir í Fljótsdal. Skoðunarferð farin um Fljótsdal. Kristbjörg Kristmundsdóttir í Vallarnesi tók við sem formaður stjórnar.
Ekki stjórnarkjör, stjórn kjörin árið 1990 til þriggja ára.

1992
Arnardalur á Brúaröræfum 22.-23. ágúst. Farið um Brúardali (Álftadal, Fagradal og Sauðárdal) og Hafrahvammagljúfur skoðuð. Hjörleifur Guttormsson sagði frá umhverfisráðstefnunni í Ríó de Janeiro í Brasilíu sem haldin var þetta ár. Philip Vogler á Egilsstöðum tók við sem formaður stjórnar.
Ekki stjórnarkjör, stjórn kjörin árið 1990 til þriggja ára.

1993
Eyjólfsstaðir í Fossárdal í Berufirði 21.-22. ágúst. Skoðunarferð farin um Fossárdal. Sagt frá „grænum fjölskyldum“. Kosin ný stjórn, af Suðursvæðinu.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Heimir Þór Gíslason Höfn formaður, Brynjúlfur Brynjúlfsson Höfn varaformaður, Gunnar Sighvatsson Höfn ritari, Agnes Ingvarsdóttir Höfn gjaldkeri, Björn Gísli Arnarson Höfn meðstjórnandi. Varamenn Gunnar Guðmundsson Lindarbrekku Berufirði, Ingimar Sveinsson Djúpavogi, Einar Hálfdánarson Höfn, Auður Jónasdóttir Höfn og Hafdís Ólafsdóttir Svínafelli A-Skaftafellssýslu.

1994
Hótel Skaftafell, í Freysnesi í Öræfum 10.-11. september. Farið í skoðunarferð um Skeiðarársand. Fulltrúar iðnaðarráðuneytis kynntu mögulega virkjunarkosti norðan Vatnajökuls.
Ekki stjórnarkjör, stjórn kjörin árið 1993 til þriggja ára.

1995
Valaskjálf á Egilsstöðum 16.-17. september. Farið í skoðunarferð umhverfis Löginn. Fundarefni var landslagsvernd. Auður Sveinsdóttir, Helgi Hallgrímsson, Ragnar Kristjánsson og Sigmundur Einarsson fluttu erindi um efnistöku, skógrækt og skipulag. Tuttugu og fimm ára afmælis NAUST minnst. Ef því tilefni gáfu samtökin út prentað afmælisrit með ljósmyndum.
Ekki stjórnarkjör, stjórn kjörin árið 1993 til þriggja ára.

1996
Víkin á Höfn í Hornafirði 1. september. Þóroddur F. Þóroddson jarðfræðingur hjá Skipulagi ríkisins flutti erindi um ferða- og orkumál, virkjun fallvatna, vegagerð og línulagnir á hálendinu. Kosin var ný stjórn af Miðsvæði.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Guðmundur H. Beck Reyðarfirði formaður, Árdís Dögg Orradóttir Eskifirði varaformaður, Benedikt Sigurjónsson Neskaupstað ritari, Bjarnrún Haraldsdóttir Eskifirði gjaldkeri, Petrún B. Jónsdóttir Neskaupstað meðstjórnandi. Varamenn: Gunnar Ólafsson Neskaupstað, Þórður Júlíusson Neskaupstað, Katrín Gísladóttir Eskifirði, Sveinn Sigurbjarnarson Eskifirði.
Tengiliðir á Norðursvæði: Skarphéðinn G. Þórisson Fellabæ, Sigurborg K. Hannesdóttir Egilsstöðum, Sigrún Hrafnsdóttir Hallormsstað, Anna Benediktsdóttir Vopnafirði, Jón Júlíusson Mýrum í Skriðdal.
Tengiliðir á Suðursvæði: Heimir Þ. Gíslason Höfn, Gunnar Sighvatsson Höfn, Agnes Ingvarsdóttir Höfn, Ingimar Sveinsson Djúpavogi og Hálfdán Björnsson Kvískerjum í Öræfum.

1997
Egilsbúð í Neskaupstað 23.-24. ágúst. Helga Hreinsdóttir sérfræðingur hjá Heilbrigðiseftirliti Austurlands hélt erindi um mengun frá fiskimjölsverksmiðjum.
Ekki stjórnarkjör, stjórn kjörin árið 1996 til þriggja ára.

1998
Safnaðarheimilið á Reyðarfirði 30. ágúst. Aðalefni fundar var stóriðja og virkjanir.
Ekki stjórnarkjör, stjórn kjörin árið 1996 til þriggja ára.

1999
Hótel Svartiskógur og Brúarásskóli í Jökulsárhlíð 28.-29. ágúst. Skoðunarferð farin um Hróarstungu. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur kynnti Náttúruminjaskrá Héraðs sem hann vann að. Þórður Júlíusson líffræðingur og kennari í Neskaupsstað erindi um mengun frá álbræðslum. Kosin var ný stjórn af Norðursvæði.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Halla Eiríksdóttir Egilsstöðum formaður, Jóhanna Bergmann Egilsstöðum varaformaður. Halldór Walter Stefánsson Egilsstöðum ritari, Þóra Guðmundsdóttir Seyðisfirði gjaldkeri, Ingólfur Arason Vopnafirði, meðstjórnandi. Varamenn Björn Ingvarsson Egilsstöðum, Guðbjörg G. Kolka Hvanná á Jökuldal, Helgi Hallgrímsson Egilsstöðum, Skarphéðinn G. Þórisson Fellabæ og Þorbjörn Rúnarsson Egilsstöðum.
Vorið 2000 tók Helgi Hallgrímsson tók við sem varaformaður af Jóhönnu Bergmann sem fluttist burtu af félagssvæðinu.
Tengiliðir kosnir á miðsvæði (Svæði 2): Gunnar Ólafsson, Neskaupsstað, Guðmundur H. Beck Kollaleyru Reyðarfirði og Sveinn Sigurbjarnarson Eskifirði
Tengiliðir kosnir á suðursvæði (Svæði 3): Heimir Þór kennari, Höfn, Agnes Ingvarsdóttir Höfn, Ingimar Sveinsson Djúpavogi og Gunnar Guðmundsson Lindarbrekku Berufirði.
Tengiliðir á miðsvæði: Gunnar Ólafsson, Neskaupsstað, Guðmundur H. Beck, Reyðarfirði og Sveinn Sigurbjarnarson, Eskifirði.

2000
Snæfellsskáli 27. ágúst. Daginn áður farin ferð á hluta svæðis sem fer undir fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun. Félagar í Afl fyrir Austurlands fjölmenntu á fundinn og höfðu áður skráð sig í NAUST til að breyta samþykktum fundarins um virkjanamálin. Fundurinn varð af þessum sökum allur hinn óvenjulegasti.
Ekki stjórnarkjör, stjórn kjörin árið 1999 til þriggja ára.

2001
Seyðisfjörður 25.-26. ágúst. Siglt út í Skálanes fyrri daginn og skoðuð ferðamannaaðstaða þar og fleira. Gengið út að Skálanesbjargi. Síðdegis var gengið um Seyðisfjarðarkaupstað í leiðsögn Þóru Guðmundsdóttir arkitekts.
Ekki stjórnarkjör, stjórn kjörin árið 1999 til þriggja ára.

2002
Stafafell í Lóni 7. september. Skoðunarferð í Austurskóga inn með Jökulsá í Lóni. Síðan skoðuð kirkjan á Stafafelli undir leiðsögn Gunnlaugs Ólafssonar frá Stafafelli og þá ekið niður í Hraunkot og skoðaður þar gamall skrúðgarður og síðan Fundarhúsið gamla í Byggðarholti. Gist í Stafafelli. Framhaldsaðalfundur á Höfn í Hornafirði 8. september. Nýheimar skoðaðir. Karl Benediktsson landfræðingur hélt erindi um fyrirhugaðan Vatnajökulsþjóðgarð. Jöklasýningin á Höfn skoðuð og síðan ekið út á Stokknes og að eyðibýlinu Horni og gengið þaðan út á Hafnartanga þar sem eru gamlar rústir.
Fundurinn var of fámennur til að kjósa nýja stjórn sem vera skyldi af Suðursvæði. Fráfarandi stjórn gerði tillögu um nýja stjórn. Skipan stjórnar tafðist þó þar til í nóvember 2003 og var stjórn þá skipuð þannig: Ulla R. Pedersen Stafafelli í Lóni formaður, Sverrir Scheving Thorsteinsson Höfn ritari, Ólafía Ingibjörg Gísladóttir Höfn gjaldkeri. Meðstjórnendur Björn G. Arason Höfn og Guðný Svavarsdóttir Höfn.

2003 og 2004
Engir aðalfundir.

2005
Egilsbúð Neskaupstað 27. ágúst.
Stjórnin sem skipuð var í nóvember 2003 í framhaldi af aðalfundi 2002 framlengdi setu sína um ár til viðbótar því ekki tókst að tryggja nýtt fólk í stjórn á aðalfundi 2005. Í stjórn sátu því áfram: Ulla R. Pedersen Skaftafelli formaður, Ólafía Ingibjörg Gísladóttir Höfn gjaldkeri, Sverrir Scheving Thorsteinsson Höfn ritari. Meðstjórnendur Björn G. Arnarson og Guðný Svavarsdóttir Höfn.

2006
Hótel Skaftafell í Öræfum 9. september. Skoðunarferð í Skaftafell. Lagabreyting gekk í gildi á þann veg að fækkað var í stjórn NAUST úr 5 aðalmönnum í þrjá sem kjósa mátti af öllu félagssvæðinu í stað svæðisskiptingar sem gilti samkvæmt lögum samtakanna frá 1981. Guðrún Þorbjarnardóttir frá Umhverfisstofnun skýrði frá þróun mála í sambandi við friðlýsingu Gerpissvæðisins.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Aðalmenn: Þorsteinn Bergsson Unaósi Fljótsdalshéraði formaður, Guðrún Smith Strönd Fljótsdalshéraði ritari, Andrés Skúlason Djúpavogi meðstjórnandi. Varamenn Halla Eiríksdóttir Egilsstöðum, Sigurður Guðjónsson Borg á Mýrum Hornafirði og Ragnhildur Rós Indriðadóttir Fellabæ.

2007–2009
Engir aðalfundir.

2010
Breiðdalsvík 22. nóvember.
M.a. fjallað um starfsemi og stöðu frjálsra náttúruverndarsamtaka á landsvísu og þá lægð sem virtist herja á náttúruvernd á Íslandi, ekki aðeins hjá NAUST heldur hjá fleiri náttúruverndarsamtökum. Helgi Hallgrímsson kynnti Náttúrumæraskrá sína, sem inniheldur mikinn fróðleik og mikilvægar upplýsingar um náttúru einstakra svæða á Fljótsdalshéraði. (Náttúrumæraskrá Helga varð síðan aðfengileg á vef Fljótsdalshéraðs árið 2011 (sjá: https://www.fljotsdalsherad.is/is/frettir/natturumaeraskra-fljotsdalsherads) og var uppfærð árið 2019 á heimasíðu sveitarfélagsins, (sjá: https://www.fljotsdalsherad.is/is/mannlif/kort-vegvisar-og-myndir/natturumaeraskra-fljotdalsherads).
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Ásta Þorleifsdóttir Egilsstöðum, formaður, Rósa Björk Halldórsdóttir Höfn ritari og Hjalti Stefánsson Egilsstöðum gjaldkeri. Varamenn; Ragnhildur Rós Indriðadóttir Fellabæ, Þorsteinn Bergsson Unaósi Fljótsdalshéraði og Guðrún Schmidt Strönd Fljótsdalshéraði.

2011
Vorráðstefna NAUST um „Náttúruvernd og skipulag“ haldin á Djúpavogi 4. júní. Fjöldi fyrirlestra. Hálfdán Björnsson á Kvískerjum í Öræfum og félagi í NAUST um áratugaskeið fékk sérstaka viðurkenningu NAUST, Bláklukkuna. Vefsíða NAUST tekin í gagnið á árinu.

2012
Sláturhúsið á Egilsstöðum 29. mars. Sýnd var kvikmyndin Baráttan um landið (leikstjóri Helena Stefánsdóttir) um virkjanir á hálendi Austurlands og deiluna um þær.
Kjósa þurfti nýja stjórn þar sem að formaður og varaformaður í síðast kjörinni stjórn fluttu burt af félagssvæðinu. Ný Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Kristín Jónsdóttir Vopnafirði formaður, Skúli Benediktsson Djúpavogi ritari, Hildur Þórðardóttir Höfn gjaldkeri. Varamenn Jónína Óskarsdóttir Fáskrúðsfirði og Þórhallur Þorsteinsson Egilsstöðum.

2013
Egilsstöðum 1. desember.
Stjórn áfram óbreytt frá kjöri 2012.

2014
Ekki haldinn aðalfundur

2015
Húsnæði Ferðafélags Fljótsdalshérað, Tjarnarás 8 Egilsstöðum 24. október 2015 og framhaldsaðalfundur 2. desember 2015.
Stjórn kjörin og skipti svo með sér verkum: Erla Dora Vogler Djúpavogi formaður, Sóley Valdimarsdóttir ritari og Þórhallur Pálsson Fljótsdalshéraði gjaldkeri. Varamenn Ragnhildur Rós Indriðadóttir Fellabæ, Guðrún Schmidt Egilsstöðum og Skúli Benediktsson Djúpavogi.

2016 / 2017
Húsnæði Ferðafélags Fljótsdalshérað, Tjarnarás 8 Egilsstöðum 12. desember 2016 og framhaldsaðalfundur 24. janúar 2017. Ekki fengust nógu mörg framboð á aðalfundi árið 2016 til að fullskipa stjórn og stjórnarkjöri frestað til framhaldsaðalfundar.
Stjórn kjörin á framhaldsaðalfundi og skipti svo með sér verkum: Guðrún Schmidt Egilsstöðum formaður, Sævar Þór Halldórsson Djúpavogi varaformaður, Þórveig Jóhannsdóttir Egilsstöðum ritari, Erla Dóra Vogler Djúpavogi ritari, Bryndís Skúladóttir meðstjórnandi. Varamenn Skarphéðinn G. Þórisson Fellabæ og Halldór Walter Stefánsson Egilsstöðum.

2018
Húsnæði Ferðafélags Fljótsdalshérað, Tjarnarás 8 Egilsstöðum 24. janúar.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Þórveig Jóhannsdóttir Egilsstöðum formaður, Sævar Þór Halldórsson Djúpavogi varaformaður, Erla Dóra Vogler gjaldkeri, Bryndís Skúladóttir og Rebekka Karlsdóttir meðstjórnendur. Varamenn Skarphéðinn G. Þórisson og Halldór Walter Stefánsson.

2019
Hótel Hérað á Egilsstöðum 5. apríl.
Eyþór Eðvarðsson stjórnarformaður Votlendissjóðs flutti erindi um votlendi og endurheimt þess og Guðrún Schmith sérfræðingur í menntun til sjálfbærni hélt erindi um sjálfbæra þróun og loftslagsmál.
Stjórnarkjör og verkaskipting stjórnar: Andrés Skúlason Djúpavogi formaður, Þórveig Jóhannsdóttir Egilsstöðum, varaformaður, Kristján Ingimarsson Djúpavogi ritari, Daniela Gscheidel Fljótsdalshéraði gjaldkeri. Kristín Amalía Atladóttir Fljótsdalshéraði meðstjórnandi. Varamenn Skarphéðinn G. Þórisson Fellabæ og Ína D. Gísladóttir Neskaupstað.

Unnur Birna Karlsdóttir tók saman úr fundargerðum og fréttabréfum NAUST.

Scroll to Top