Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Austurlands 2024

Aðalfunur NAUST 2024 verður haldinn 7. september klukkan 14:00
Aðalfundur NAUST verður haldinn laugardaginn 7. september 2024 kl. 14:00 á Arnhólsstöðum í Skriðdal.

Kl. 10:00 verður farið í skemmti- og fræðslugöngu upp í Vatnsdal, en mæting er kl. 09:50 við Vatnsdalsá rétt utan við Skriðuvatn. Gangan er við allra hæfi.

Eftir gönguna verður boðið upp á gómsætan hádegisverð á Arnhólsstöðum. Mikilvægt er að skrá sig í matinn með tölvupósti eða á síðu viðburðarins á Facebook, hvort sem farið er í gönguna eða mætt fyrst um hádegi á Arnhólsstöðum.

Kl. 13:15 verða flutt erindi frá Landvernd.

Aðalfundur hefst kl. 14:00. Dagskrá er eftirfarandi:

Fundarsetning, kjör fundarstjóra og ritara.
Skýrsla stjórnar
Ársreikningar og fjárhagur
Afgreiðsla ályktana
Tillögur að lagabreytingum
Kosning stjórnar

Að fundi loknum verður boðið upp á kaffihlaðborð og almennar umræður.

Öll velkomin! Ef frekari upplýsingar birtast má finna þær á Facebook-síðu NAUST. Þar má gjarnan einnig setja fram tillögur að fundarályktunum eða senda á netfangið nattaust@gmail.com.

Stjórn NAUST

 

Scroll to Top