Philip Vogler skrifar
Aumingja Austfirðingar 2024!
Eða hvað? …
atvinnutekjur í Fjarðabyggð eru ekki nema í efsta sæti landsins …
Frón dregst allt of oft aftur úr viðmiðunarlöndum á efnahagsstiku …
sumir íbúar missa svefn vegna slaks útflutningsverðmætis …
víða vantar enn aðgengi bíla að óspilltu viðerni …
Austfirskt veiðifólk kæmist mun fljótar i rjúpnafæri, hefði það bara efni á almennilegu sexhjóli …
með bættri tækni gætum við veitt hverja einustu fiskitorfu upp til agnar …
engin spurning: VIÐ ÞURFUM meiri orkuframleiðslu
Mælikvarðar framfaranna gætu stressað mig en:
Í nóvember læt nægja mér
ef nægjusemi er töm
að betra sé að hætta hér
en heljar- fyrst á -þröm.
Höfundur er gjaldkeri Náttúruverndarsamtaka Austurlands