Fiskeldi á Austfjörðum og Vestfjörðum. Umhverfismatskýrsla.

Fiskeldi. Kvíar. Umhverfismat, skýrsla. nattaust.is

Í kjölfar úrskurðar úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála og álits Skipulagsstofnunar var að beiðni Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Hafrannsóknarstofnunar unnin umhverfismatsskýrsla fyrir burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar (sbr. Lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Í inngangi umhverfismatsskýrslunnar segir:
Niðurstaða umhverfismatsins er að áhrif af burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar í fjörðum landsins séu margvísleg. Helstu mögulegu jákvæðu áhrifin snúa að atvinnulífi og íbúaþróun, en möguleg neikvæð áhrif eru á lífríki og ástand sjávar. Til að stuðla að því að neikvæðu áhrifin verði eins lítil og unnt er, þarf að styrkja áframhaldandi vöktun og líta til fjölbreyttra mótvægisaðgerða. Í umhverfismatsvinnu voru teknir til skoðunar ýmsir valkostir um eldi, s.s. eldi í lokuðum kvíum, landeldi, tegundaval eldisfisks og núll-kostur. Tilgangur með valkostagreiningu er að kanna hvort að valkostir kunni að draga úr áhrifum á lífríki og ástand sjávar. Hins vegar er þörf á frekari rannsóknum til að hægt sé að meta raunhæfi valkostanna.

Niðurstaða umhverfismatsins leiðir ekki til breytinga á burðarþolsmati og áhættumati Hafrannsóknarstofnunarinnar, en vísar þó til mótvægisaðgerða og vöktunar sem mikilvægt er að fylgja til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Miðað er við að Hafrannsóknarstofnun geri viðauka við umhverfismatsskýrsluna þegar koma til breytingar.

Skoða skýrsluna hér sem PDF skjal.

Scroll to Top