Fleiri hreindýr finnast dauð

hreindýr geta orðið fórnarlömb girðinga. nattaust.is

Um helgina fór stjórn NAUST til að kanna aðstæður á Mýrum. Girðingar við Flatey voru skoðaðar. Þær sem hafa helst orðið hreindýrum að fjörtjóni eru gamlar rafmagnsgirðingar sem ekkert gagn gera og hafa verið í niðurníðslu árum saman.

Stjórnarmenn nutu aðstoðar tveggja reyndra hreindýraeftirlitsmanna á ferð sinni og fundust því miður 2 dauð hreindýr í landi Vatnajökulsþjóðgarðs við Heinaberg örstutt frá Flatey sem höfðu drepist vegna girðingarefnis. Þá fannst hreindýrskýr að dauða komin af hungri, vafinn í gamlan rafmagsgirðingarvír. Engin ráð voru önnur en að aflífa dýrið.

Scroll to Top