Geitdalsvirkjun. Verkefnislýsing fyrir tillögu að breyttu aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028

Múlaþing, merki. nattaust.is

Arctic Hydro áformar að reisa vatnsaflsvirkjun í Geitdalsá á Fljótsdalshéraði. Áætlað er að afl hennar verði 9,9 MW en unnið er að frumhönnun virkjunarinnar.

Sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs vill greiða götu orkuvinnslu af þessu tagi enda er það í samræmi við þá almennu stefnu sem fram kemur í greinargerð gildandi aðalskipulags (kaflanúmer innan sviga).
(3.6.1) Auðlindanotkun sveitarfélagsins, íbúa og fyrirtækja miðar að því að draga sem mest úr notkun jarðefnaeldsneytis um leið og áhersla er lögð á endurnýjanlega orkugjafa.
(8.5.2) Sveitarfélagið leitast við að auðvelda aðgengi að raforku þar sem þess er þörf og að afhendingaröryggi sé gott. Við endurnýjun raflína verði leitast við að bjóða þriggja fasa tengingar.
(8.5.3) Áhersla er lögð á gott samstarf við fyrirtæki sem sinna framleiðslu og dreifingu á raforku.
Sveitarstjórn mun því leggja fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi, sem byggist á frumathugun virkjunaraðilans.

Skoða tillögur að aðalskipulagi sem PDF skrá

Scroll to Top