Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa.

Grænbók. Lífríki. Lambagras. nattaust.is

Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið hefur gefið út Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa sem er umræðuskjal fyrir opið samráð.
Líffræðileg fjölbreytni nær yfir allar tegundir dýra, plantna, sveppa og annarra lífvera (s.s. bakteríur og veirur) sem finnast á jörðinni, þann breytileika sem er milli einstaklinga sömu tegundar og allt erfðaefni þeirra. Líffræðileg fjölbreytni fjallar einnig um búsvæði allra lifandi lífvera, vistkerfi og vistgerðir sem þær mynda og sjálfbæra nýtingu þeirra. Tilgangurinn með verndun líffræðilegrar fjölbreytni er að styrkja og varðveita til framtíðar þær tegundir sem hafa frá upphafi skapað íslenska náttúru og þrifist hér á landi í árþúsundir og að koma í veg fyrir að tegundir deyi út af mannavöldum og hverfi um aldur og ævi.

Settar eru fram fjórtán áherslur til umræðu í grænbókinni. Þær snúa að verndun og endurheimt tegunda og vistkerfa, líffræðilegri fjölbreytni í annarri stefnumörkun, ágengum framandi tegundum, þekkingu og mótun, innleiðingu og eftirfylgni stefnu.

Hlaða niður Grænbók hér sem PDF skjali.

Scroll to Top