Dagana 20. júní til 15. ágúst sl. stóð yfir sýningin Hreindýralandið í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Sýningin var sett upp í minningu Skarphéðins G. Þórissonar líffræðings og ljósmyndara og á henni var úrval ljósmynda hans til sýnis.
Myndirnar voru einnig til sölu og rann hagnaður af sölunni til NAUST, en Skarphéðinn lagði samtökunum lið um áratugaskeið og vann fyrir þau ómetanlegt starf sem byggði á djúpum skilningi hans á lífríki fjórðungsins og einstakri lagni við að miðla náttúrutengdum fróðleik.
NAUST þakkar fjölskyldu Skarphéðins kærlega fyrir stuðninginn