Stjórn NAUST 2023

Ný stjórn NAUST á netfundi. Netfundarhöld draga úr kolefnisspori fundarhalda þar sem þátttakendur búa á víð og dreif um starfssvæði samtakanna. nattaust.is

Ný stjórn NAUST er tekin til starfa eftir sl. aðalfund sem haldinn var á Egilsstöðum þann 18. mars 2023. Hennar bíður ærið verk á sviði náttúruverndarmála, enda hafa rannsóknir sýnt að vernd vistkerfa með áherslu á að draga úr búsvæðaeyðingu og ofnýtingu auðlinda styðji ekki bara við líffræðilega fjölbreytni, heldur sé það eina raunhæfa lausnin sem er til staðar í dag til þess að snúa loftslagsbreytingum við (sjá dæmi um heimildir neðst í frétt).

Auk þess stefnir stjórn á að miðla í auknum mæli fegurð náttúrunnar í gegnum instagram reikning samtakanna, natturaaust og hvetur meðlimi samtakanna, sem og aðra áhugasama, að fylgja samtökunum þar.

Stjórnarfundir fara venjulega fram á netinu, enda dregur það verulega úr kolefnisspori fundarhalda þar sem þátttakendur búa á víð og dreif um viðamikið starfssvæði samtakanna. Mynd fréttarinnar er frá síðasta fundi.

Stjórn skipa

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, formaður
Guðrún Óskarsdóttir, varaformaður
Lilja Kjerúlf, ritari
Philip Vogler, gjaldkeri
Rúnar Matthíasson, meðstjórnandi

Varastjórn skipa

Guðmundur Ármannsson
Hólmfríður Sigurbjörnsdóttir

Heimildir
Caro o.fl. 2022. An inconvenient misconception: Climate change is not the principal driver of biodiversity loss. Conservation Letters, 15, e13868.
Shin o.fl. 2022. Actions to halt biodiversity loss generally benefit the climate. Global Change Biology, 28, 2846–2874.

Scroll to Top