Strandsvæðisskipulag Austfjarða 2022. Tillaga svæðisráðs til ráðherra.

Sandvík. Skipulag strandssvæða. nattaust.is

Strandsvæðisskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði í fjörðum og flóum (utan netlaga) þar sem sett er fram stefna um framtíðarnýtingu og vernd svæðisins. Strandsvæðisskipulag getur falið í sér stefnu um nýtingu svæða til eldis nytjastofna, efnistöku eða ferðaþjónustu, verndun eða samgönguleiðir, svo eitthvað sé nefnt.

Strandsvæðisskipulag er unnið í samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Ráðherra skipulagsmála skipar svæðisráð sem ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulagsins en þar eiga fulltrúa bæði ríki og sveitarfélög. Svæðisráð vinnur að gerð strandsvæðisskipulags í samráði við önnur stjórnvöld, hagsmunaaðila og almenning, meðal annars með kynningu lýsingar í upphafi skipulagsferlisins og auglýsingu skipulagstillögu þegar hún liggur fyrir. Strandsvæðisskipulag tekur gildi þegar það hefur verið samþykkt af svæðisráði, staðfest af ráðherra skipulagsmála og birt í Stjórnartíðindum.

Áherslur í strandsvæðisskipulagi eiga að byggjast á stefnu um skipulag haf- og strandsvæða sem er sett fram í landsskipulagsstefnu. Jafnframt skal gætt að samræmi við aðalskipulag aðliggjandi sveitarfélaga. Þá er einnig horft til annarra áætlana stjórnvalda sem varða nýtingu og vernd á strandsvæðum. Strandsvæðisskipulag leggur grunn að leyfisveitingum fyrir framkvæmdum og annarri starfsemi á því svæði sem skipulagið Strandsvæðisskipulag leggur grunn að leyfisveitingum fyrir framkvæmdum og annarri starfsemi á því svæði sem skipulagið tekur til.

Skipulagssvæði strandsvæðisskipulags Austfjarða nær yfir firði og flóa frá Almenningsfles í norðri að Hvítingum í suðri. Mörk skipulagssvæðisins til lands eru við netlög, 115 m út frá stórstraumsfjöruborði, en staðarmörk sveitarfélaga miðast við netlög. Til hafs nær skipulagssvæðið að viðmiðunarlínu sem skilgreind er í lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Að skipulagssvæðinu liggja tvö sveitarfélög, Fjarðabyggð og Múlaþing. Þá nær friðlýsing Gerpissvæðisins inn á skipulagssvæðið í Hellisfirði og Viðfirði.

Sjá nánar Strandsvæðisskipulag Austfjarða 2022. Tillaga svæðisráðs til ráðherra sem PDF skjal.

Scroll to Top