Stuðningsyfirlýsing með Seyðfirðingum og lífríki í sjó og ferskvatni

NAUST styðja seyðfirðinga gegn fiskeldi í sjó í firðinum. nattaust.is

Náttúruverndarsamtök Austurlands lýsa yfir eindregnum stuðningi við Seyðfirðinga í baráttunni gegn opnu sjókvíaeldi í firðinum.

Í könnun framkvæmdri af sveitarfélaginu Múlaþingi á árinu kom fram andstaða 75% Seyðfirðinga gegn fyrirhugðu sjókvíaeldi. Á landsvísu er andstaðan í kringum 60% og því augljóst að íslenskur almenningur er að meirihluta mótfallinn iðnaðinum.

Opið sjókvíaeldi er mengandi iðnaður sem ógnar lífríki bæði í sjó og ferskvatni.

Leggjum náttúrunni og Seyðfirðingum lið – látum í okkur heyra og stöðvum fyrirhuguð áform um opið sjókvíaeldi í Seyðisfirði!

VÁ félag um vernd fjarðar voru stofnuð vegna baráttunnar gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Viljir þú leggja þeim lið eru upplýsingar á heimasíðu félagsins https://www.va-felag.is

 

 

Scroll to Top