Aðalfundur Naust haldinn 15.-16. ágúst 1981 í Vopnafirði varar við hugmyndum um stóriðju á Reyðarfirði án undangenginna víðtækra rannsókna á náttúrufari og veðurfari. Einnig þarf að kanna til hlítar áhrif slíkrar stóriðju á félagslegt umhverfi íbúa nágrannabyggðarlaganna hið næsta væntanlegri verksmiðju. Áður en ráðist er í slíka stóriðju skal kynna niðurstöður rannsóknanna fyrir íbúum og byggja ákvarðanatöku á vilja þeirra.
Einnig skal leita álits náttúruverndaraðila á viðkomandi svæði.
HérAust. NAUST, Stofn 28/1-9. Gjörðabók II, 17. ág. 1974 til 3. ág. 1982, bls. 179-180.