Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun voru ekki sammála um nauðsyn þess að 160 metra háar vindmyllur við Lagarfossvirkjun færu í umhverfismat.
Skipulagsstofnun tekur undir með Náttúrufræðistofnun Íslands og hefur ákveðið að 9,9 MW vindorkuver Orkusölunnar sem áformað er við Lagarfoss í Múlaþingi skuli fara í umhverfismat enda sé framkvæmdin líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Stærð hins áformaða vers, sem myndi telja tvær 160 metra háar vindmyllur, gerir það að verkum að framkvæmdin fór ekki sjálfkrafa í umhverfismat samkvæmt lögum. Til þess hefði verið þurft að vera 1 prósent meira að afli eða 10 MW. Áformin eru engu að síður tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar.
Þetta skrifar kjarninn.is 29.12.2022. Kynntu þér málið nánar hér:
https://kjarninn.is/frettir/vindmyllur-vid-lagarfoss-thurfa-i-umhverfismat/