Vindmyllur við Lagarfoss skulu í umhverfismat.

Vindmyllur. Umhverfismat. Orkusalan. nattaust.is

Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun voru ekki sammála um nauðsyn þess að 160 metra háar vindmyllur við Lagarfossvirkjun færu í umhverfismat.

Skipu­lags­stofnun tekur undir með Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands og hefur ákveðið að 9,9 MW vind­orku­ver Orku­söl­unnar sem áformað er við Lag­ar­foss í Múla­þingi skuli fara í umhverf­is­mat enda sé fram­kvæmdin lík­leg til að hafa umtals­verð umhverf­is­á­hrif. Stærð hins áform­aða vers, sem myndi telja tvær 160 metra háar vind­myll­ur, gerir það að verkum að fram­kvæmdin fór ekki sjálf­krafa í umhverf­is­mat sam­kvæmt lög­um. Til þess hefði verið þurft að vera 1 pró­sent meira að afli eða 10 MW. Áformin eru engu að síður til­kynn­ing­ar­skyld til Skipu­lags­stofn­un­ar.

Þetta skrifar kjarninn.is 29.12.2022. Kynntu þér málið nánar hér:
https://kjarninn.is/frettir/vindmyllur-vid-lagarfoss-thurfa-i-umhverfismat/

Scroll to Top