Vöktun á ágangi ferðamanna á Austurlandi sumarið 2021

ferðamenn, umhverfismál, verndarsvæði. nattaust.is

Árið 2020 hófst verkefni sem snýr að vöktun verndarsvæða og annarra svæða sem eru undir álagi ferðamanna. Sumarið 2021 sinnti Náttúrustofa Austurlands (NA) vöktun á sex svæðum á Austurlandi og gerði forkönnun á fjórum. Svæðin sem voru heimsótt í sumar voru Fólkvangur Neskaupstaðar, Hólmanes, Hvannalindir, Stórurð, Stuðlagil og Laugarvalladalur. Forkönnun var unnin við Fardagafoss, Ysta-Rjúkanda, Teigarhorn og Helgustaðanámu. Tilgangurinn með forkönnun var að fá gróft mat á ástand viðkomandi svæðis og meta þörfina á frekari vöktun svæðisins.

Ekki var talin ástæða til að meta aftur sömu göngustíga í ár þar sem ástand þeirra var metið nokkuð ítarlega á síðasta ári. Þar af leiðandi voru teknir fyrir aðrir göngustígar í göngustígakerfum svæðanna og gögnum safnað um ástand stíga, hentistíga, skemmdir og helstu álagssvæði. Einnig voru settir út gróðurreitir í Stuðlagili og Hvannalindum, úttekt gerð á jarðhitavistgerðum í Laugarvalladal og varpárangur gæsa metinn í Stuðlagili. Gögnum var skilað í gagnagrunn NÍ og ljósmyndum var einnig skilað inn í FotoWare gagnagrunn NÍ.

Hér er lýst úttekt á svæðunum tíu á Austurlandi sumarið 2021.
https://drive.google.com/file/d/1eVNrBeG4NVz6kl2Xdkatb2lUJzgQCF7i/view

Scroll to Top