Aðalfunur NAUST 2024 verður haldinn 7. september klukkan 14:00

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Austurlands 2024

Aðalfundur NAUST verður haldinn laugardaginn 7. september 2024 kl. 14:00 á Arnhólsstöðum í Skriðdal. Kl. 10:00 verður farið í skemmti- og fræðslugöngu upp í Vatnsdal, en mæting er kl. 09:50 við Vatnsdalsá rétt utan við Skriðuvatn. Gangan er við allra hæfi. Eftir gönguna verður boðið upp á gómsætan hádegisverð á Arnhólsstöðum. Mikilvægt er að skrá …

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Austurlands 2024 Read More »

Fundur náttúruverndarhreyfingarinnar haldinn í febrúar 2024

Fundur náttúruverndarhreyfingarinnar 10. febrúar 2024

Þann 10. febrúar síðstliðinn var fundur náttúruverndarhreyfingarinnar haldinn í Úlfarsárdal. Varaformaður NAUST, Guðrún Óskarsdóttir mætti fyrir hönd samtakanna og tók þátt í fundarhöldum þar sem hún meðal annars sagði stuttlega frá NAUST. Fundurinn var haldinn fyrir tilstilli Landverndar og mættu yfir 100 manns, og var hann skilvirkur og hnitmiðaður. Niðurstaðan var ályktun sem hefur verið …

Fundur náttúruverndarhreyfingarinnar 10. febrúar 2024 Read More »

Horft frá Hraunum niður í Hamarsdal nattaust.is

NAUST heimsækir heimastjórn Djúpavogs

Þann 9. nóvember sótti NAUST fjarfund heimastjórnar Djúpavogs, í kjölfar þess að hafa óskað eftir að fá að koma og kynna samtökin og starfsemina ásamt því að ræða fyrirhugaða svokallaða Hamarsvirkjun og svæðið sem þar er undir. Stjórn NAUST þakkar heimastjórninni kærlega fyrir jákvæð viðbrögð og góðan fund. Hlekkur á fundargerð heimastjórnar Djúpavogs

Grein um skaðsemi grænþvottar nattaust.is

Um skaðsemi grænþvottar

Nýlega birtist á síðu Austurfréttar grein eftir stjórnarmeðlim NAUST um grænþvott og mikilvægi vandaðrar umræðu þegar kemur að umhverfismálum. Lesa greinina á Austurfrétt hér

Gjaldkeri NAUST gekk upp með Hengifossárgili þann 4. júlí 2023

Sumarganga upp með Hengifossárgili

Eins og sést með því að ýta hér fór gjaldkeri NAUSTs, Philip Vogler, þann 4. júlí upp með Hengifossárgili. Hengi- og Litlanesfossar skörtuðu fegurð sem leiddi á göngunni til eftirfarandi valhendu: Af Fljótsdalsbrúnum fellur Hengifoss í gil. Tákna hraun sín tímabil tíð sem litabandaskil.  

Grænbók. Lífríki. Lambagras. nattaust.is

Í minningu Skarphéðins

Í gær, þann 19. júlí, fór fram útför Skarphéðins G. Þórissonar. Um leið og við kveðjum góðan vin og ómetanlegan félaga, þökkum við fyrir þann hlýhug og samstöðu sem samtökin hafa fundið fyrir á þessum erfiðu tímum. Okkur hafa borist fyrirspurnir um það hvernig sé hægt að styrkja samtökin til minningar um Skarphéðin. Við tökum …

Í minningu Skarphéðins Read More »

NAUST sendir aðstandendum innilegar samúðarkveðjur á erfiðum tímum. nattaust.is

Samúðarkveðjur og þakkir

Stórt skarð myndaðist í samfélaginu hér á Austurlandi þegar þrjú fórust í hörmulegu flugslysi síðastliðinn sunnudag. Slysið átti sér stað við Sauðahlíðar norðaustan Hornbrynju og voru þar um borð Skarphéðinn G. Þórisson, Fríða Jóhannesdóttir og Kristján Orri Magnússon. Náttúruverndarsamtök Austurlands vilja senda fjölskyldum þeirra og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Skarphéðinn G. Þórisson var ötull náttúruverndarsinni …

Samúðarkveðjur og þakkir Read More »

NAUST styðja seyðfirðinga gegn fiskeldi í sjó í firðinum. nattaust.is

Stuðningsyfirlýsing með Seyðfirðingum og lífríki í sjó og ferskvatni

Náttúruverndarsamtök Austurlands lýsa yfir eindregnum stuðningi við Seyðfirðinga í baráttunni gegn opnu sjókvíaeldi í firðinum. Í könnun framkvæmdri af sveitarfélaginu Múlaþingi á árinu kom fram andstaða 75% Seyðfirðinga gegn fyrirhugðu sjókvíaeldi. Á landsvísu er andstaðan í kringum 60% og því augljóst að íslenskur almenningur er að meirihluta mótfallinn iðnaðinum. Opið sjókvíaeldi er mengandi iðnaður sem …

Stuðningsyfirlýsing með Seyðfirðingum og lífríki í sjó og ferskvatni Read More »

Scroll to Top