Sumarganga upp með Hengifossárgili
Eins og sést með því að ýta hér fór gjaldkeri NAUSTs, Philip Vogler, þann 4. júlí upp með Hengifossárgili. Hengi- og Litlanesfossar skörtuðu fegurð sem leiddi á göngunni til eftirfarandi valhendu: Af Fljótsdalsbrúnum fellur Hengifoss í gil. Tákna hraun sín tímabil tíð sem litabandaskil.
Sumarganga upp með Hengifossárgili Read More »